jump to navigation

Hvalfiskur október 4, 2006

Posted by Fannar in Nýjustu fregnir af tunglinu.
1 comment so far

Berjið hann augum.

http://img434.imageshack.us/img434/1205/hvalfiskurpc7.jpg

Auglýsingar

október 3, 2006

Posted by Fannar in Frá Malasíu.
3 comments

brennivin-i-flasken-med-letri.jpg

Af mér og einsleitum árstíðum október 2, 2006

Posted by Fannar in Hvunndagshetjan.
add a comment

sumrinu-er-lokid2.jpg

Ýmislegt í pípunum þessa dagana hér syðra. Meira af því síðar. En þá helst að ég get talist við hestaheilsu þó svo að ég hefði örugglega nokkuð gott af auknum svefni. Ég hef verið iðinn uppá síðkastið við að vinna verkefni fyrir Limkokkinn, þar ber hugsanlega einna hæst ágrip mitt af þeirri probblematík sem blaðamenn mega glíma við í framkvæmd viðtala af öllu tagi. Kynninguna flutti ég í kennslustund síðastliðinn laugardagsmorgun fyrir samnemendur mína ásamt prófessornum okkar, Siti Zabeda. Ég gríp hér niður í miðja kynningu þar sem ég reyni að gera grein fyrir öðrum tveggja ríkjandi skóla innan hefðbundinnar blaðamennsku. Viðtalstækni sem nefna mætti gagnvirkt samtalsform, til aðgreiningar frá þeirri tækni þar sem sá sem viðtalið tekur gengur hreinna til verks við að ná í þær upplýsingar sem þörf krefur með hnitmiðuðum, og oft svokölluðum lokuðum spurningum:

The second school of journalistic interviewing that could be mentioned in this context is one developed by academics George Killenberg and Rob Anderson and was put forth at the end of the eighties. This approach bares strong witness to a more postmodern view towards the individual’s/interviewee’s interpretation of his or her contemporary realities, which as we all know can often prove to be fluctuant and not so transparent in a world pacing at a phenomenal speed towards cultural development in most areas.

[Glæra]

Postmodern Complexities

     “For the first three, or nearly four billion years the driving force of increasing complexity on earth was evolution, natural selection – sexual selection. But in recent times, in the last few thousand years it is not evolution any longer that is the driving force of increasing complexity, but our cultural development that has taken over.

     Now this has been formalised into scientific, technological and medical development. That’s where the action is right now. If we become more intelligent it is because we learn how to use technology or maybe medicine to enhance our own intellectual capacities. And that might happen within a matter of decades. In all these different ways human beings will use their technical ingenuity to change and modify their own nature. That is the transhuman phase of our development, wich we are just beginning to enter at the dawn of this new millennium .”

nick-bostrom.png

 

 

Nick Bolstrom,

Philosopher at the University of Oxford

 

 

 

Unlike within the calculative scientific approach mentioned earlier, where foundational certainties wich are closely linked with modernity with its emphasis on objective truths founded in a rational unitary subject, the school of interview as a co-creational dialogue has a more multi-faceted and subjective conception of reality closer to that of the arts.

Mæli að lokum með veikri hugsun á: http://www.kistan.is/efni.asp?n=449&f=1&u=18

Og nokkuð lunknum ljósmyndastrákum frá Indónesíu sem ég kynntist fyrir skömmu í Limkokwing.

Hér fara þeir dáðardrengir Fay http://dsco.deviantart.com & Louis http://kanzo.deviantart.com

Sam botnar Prótoninn til Kúala Lúmpúr #1 september 14, 2006

Posted by Fannar in Nýjustu fregnir af tunglinu.
1 comment so far

img_0266.JPG

Herjans upplevelsi sem það er að þeysast í fyrsta sinn um þjóðvegi Malasíu inn í höfuðborgina, Kúala Lúmpúr. Vegvísarnir hafa vitaskuld enga þýðingu fyrir mér í þessum suð-eystri deildum jarðar, og ég þarf að hafa mig allan við þegar ég reyni að þylja með sjálfum mér nöfnin sem þjóta framhjá mér, endurskins-hvítt á grænu, á hundrað og tuttugu kílómetrum á klukkustund: Rumah Coklat, Kuala Pangsu, Madrasah Ihsaniah, Ladang Jabu Badu. Þetta eru nokkur nafnanna sem ég náði að hripa niður í minnisbókina mína í aftursætinu á leigubílnum hans Sam, og með hjálp birtunnar frá ljósastaurunum við þjóðveginn er skriftin mín næsta læsileg eftirá, en ég ábyrgist svo sannarlega ekki rétta stafsetningu.

Sam er fámáll og fjarlægur til augna og lítinn mun finnur hann víst á R-i og L-i, en þegar inn fyrir skrápinn er komið reynist hann vinalegur og brosmildur kínverskur borgari þessa fjölmenningarlega ríkis sem Malasía er. Hann er einn af þúsundum leigubílstjóra sem keyra um Kúala Lúmpúr og nágrenni fyrir skít á priki. Með því að prútta get ég fengið u.þ.b. 45 mínútna keyrslu fyrir 40 malasísk ringgit, eða 800 kall.

img_0274.JPGEf ég ætti að giska þá myndi ég segja að Sam væri á aldrinum 45-50, en slíkar spekúlasjónir ber að taka með fyrirvara því hann er unglegur í fasi. Hann klæðist þröngri hvítri blússu með upphleyptu tíglamynstri en blússan virðist vera gerð úr einhvers konar teygiefni því útlinur hægri geirvörtu hans eru mér nokkuð vel sýnilegar úr afturstætinu. En þaðan hef ég gott útsýni í hægri baksýnisspegilinn hvar útlínur geirvörtunnar birtast mér annað slagið nokkuð ljóslifandi þegar hann beygir sig fram til þess að skrúfa niður rúðuna fyrir vegatollinn. Þar fara í hönd nokkuð vélræn viðskipti. Eitthvað sem ekki er algengt hér í Malasíu því hvers kyns sölufólk er almennt nokkuð opið þegar kemur að því að prútta um verð. Við vegatollstöðvar þjóðveganna geta myndast bílaraðir þó svo að stöðvarnar telji yfirleitt ekki færri en 15-20 afgreiðslubása. Í röðinni gefst fínt hraðaleysi og ákjósanleg nálægð til þess að láta augun reika á milli ökumanna og farþega í bílunum sem silast framhjá. Fylgjast með andlitunum sem eflaust eru á leið á staði sem ég mun aldrei koma á. Ég næ þó ekki að fylgjast með þeim grunlausum í nema örfáar sekúndur, því leigubíllinn hans Sam geymir býsna öflugt hljóðkerfi og þegar bassabylgjurnar mæta bílrúðum samferðarfólks okkar verður samstundis úti um grunleysið.

Básarnir eru ekki stærri en metri á breidd og tveir á lengd en í lúgunni birtist oftast settlegt og snyrtilega blægjuhulið kvenmannshöfuð til þess að taka við einni af hundruðum greiðslna þeirrar vaktar. Við lúguna blasir bjart og ílangt auglýsingaskilti, „Say no to porn, Hold down Alt and F4“.

img_0252.JPG

Sam stígur boginn í baki bensínið í gólfið á bíldruslunni, sen er af malasískri Próton gerð. Hann skiptir fimlega upp í annan á meðan hann skrúfar upp rúðuna á örskotsstundu. Tónlistin er á nægilega háum hljóðstyrk til þess að tilraunir til samræðna verði fljótlega að vandræðalegu eintali sem fjarar út í gjörsamlega yfirgnæfandi og hallærislega tekknó-trans tónlist sem auðveldlega fengi roða fram í kinnar hörðustu reifara. Í fyrstu tíu mínúturnar eru aðstæðurnar broslegar og það er varla hægt annað en að hlægja að fjarstæðunni sem blasir við. Eftir því sem á líður rennur það svo upp fyrir mér að Sam er fúlasta alvara, bæði hvað varðar hljóðstyrkinn og lagavalið. Það sést á svipnum á honum. Við erum auðvitað ekki fyrstu farþegarnir sem sitja ráðviltir í þessum gula reifranni hans. Þar kemur líka útskýringin á því hvers vegna hann hefur svona fjarlægt augnaráð, hann hefur líklega komist að því að besta ráðið sé að einfaldlega þykjast ekki taka eftir því að farþegunum finnist stemmningin í bílnum hans undarleg. Kannski er honum bara skítsama, ég veit það ekki. Ég hafði mig a.m.k. ekki frammi við að biðja hann um að lækka eða skipta um tónlist. Það er eitthvað unaðslega seiðandi og viðeigandi á meðan súrsveitt bakgrunnstónlistin ómar í þessu litla rými að upplifa andstæður nætursortans og greddulegs ljósakraðaks auglýsingaskilta, farartækja af öllum sortum og svipbrigða í andlitum ókunnra og framandi andlita. Það er líkt einhvers konar andlegri leiðslu að finna transbassann í hljóðkerfinu víbra í brjóstkassanum á meðan umferðarerillinn líður áfram eins og hann hefur gert löngu áður en ég heyrði Malasíu nokkurn tíma nefnt á nafn, og að öllum líkindum eins og umferðarerillinn mun líða áfram löngu eftir að ég hef tekið föggur mínar og flogið á brott til Íslands.

ágúst 31, 2006

Posted by Fannar in Góðir hálsar.
3 comments

Myndasm�ð � Kúala Lúmpúr